1 árs +,  6+ mánaða,  9+ mánaða

Banana og hindberjamauk með vanillu

Ferskt og gott mauk sem er fljótlegt að útbúa.

1 vel þroskaður banani
Nokkur hindber 
1/4 tsk hreint vanilluduft

Ef notuð eru fersk hindber þarf bara að skola þau vel, en ef notuð eru frosin þarf að skella þeim í sjóðandi vatn í 1 mínútu eða gufusjóða í nokkrar mínútur.

Allt maukað saman með töfrasprota eða stappað saman með gaflli fyrir grófari áferð.

Geymist í sólarhring í ísskáp í vel lokuðu íláti og mánuð í fyrsti.

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is