Kókos banana möffins
Þessar eru ótrúlega mildar og góðar á bragðið, mátulega mjúkar og henta vel í litlar hendur. Yngsti minn alveg eeeellllskar þessar.
3 dl haframjöl
1,5 dl hveiti
0,5 dl kókosmjöl
1 tsk lyftiduft
1 tsk kardemmommur (duft)
4 msk kókosolía (fljótandi)
1 egg
2 dl kókosmjólk
1 banani
1 dl rifið epli
Kókosmjöl til að strá yfir
Blandið saman öllum hráefnunum, stappið bananann og bætið úti. Hrærið vel saman og setjið í muffinsform og stráið kókosmjöli yfir. Bakað við 180 gráður í uþb. 20 mínútur.
Gott að setja þær sem eftir verða beint í frystinn og eiga til að grípa í. Alls ekki verra að hita þær svo örlítið áður en á að gæða sér á þeim.
Þær henta vel sem millimál ásamt ferskum ávöxtum eða grænmeti eða jafnvel boosti. Þessar má líka vel setja í nestisboxið ásamt grænmeti eða ávöxtum fyrir skólabörnin. Jafnvel mætti skipta út helmingnum af hveitinu fyrir heilhveiti, eða jafnvel öllu magninu.

