1 árs +,  Afmælisveislan,  Fyrir alla fjölskylduna

Anans og kókosíspinnar

Allir sem þekkja mig vita að ég hreinlega elska kókos, hann gerir einfaldlega allt betra og í bland við ananans, það gerist varla betra. Um daginn þegar sólin  lét loksins sjá sig langaði mig í einhverja frískandi og góða íspinna og skellti í þessa. Útkoman er ótrúlega góð og þeir kitla bragðlaukana á skemmtilegan hátt.

1 dós kókosmjólk (ekki fituskert) sem er búin að vera í ísskáp í amk yfir nótt
2 bollar vel þroskaður ferskur ananas 
1/2 tsk vanilludropar

Ég á alltaf kókosmjólk í ísskápnum því stundum vil ég eingöngu nota rjómann úr dósinni, en þegar kókosmjólkin er sett í kæli harðnar fitan í henni og skilur sig frá vökvanum. Ég geymi dósirnar á hvolfi og sný þeim svo við áður en ég opna því þá er vökvinn efst í dósinni.

Þegar kókosmjólkin er búin að vera í kæli yfir nótt er dósin opnuð og vökvanum hellt frá, geymið vökvann, hann hentar mjög vel í smoothie.Skolið ananasinn vel, takið utan af honum og skerið. í bita. Þegar búið er að taka frá 2 bolla er tilvalið að nota afganginn í nestiboxið fyrir krakkana, sem nasl eða frysta til að eiga í smoothie

Kókosrjóminn, ananasinn og vanilludropar settir í blandara og blandað vel, helt í íspinnaform og fryst í amk. 4 klst (fer eftir stærð íspinnanna).

Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais eða merkja myndina með @infantia.is