Um okkur

Ég heiti Íris og útskrifaðist sem ljósmyndari frá Tækniskólanum vorið 2009 og lauk sveinsprófi haustið 2010. Ég hef sótt fjöldan allan af námskeiðum bæði í ljósmyndun og myndvinnslu bæði hérlendis og erlendis og er núna að ljúka við meistaranámi í Ljósmyndun.

Ljósmyndaáhuginn hefur fylgt mér frá því ég man eftir mér og ég eignaðist mína fyrstu myndavél 8 ára, síðan þá hef ég verið að taka myndir og myndavél fylgir mér hvert sem ég fer.

Ég á 4 stórkostleg börn á aldrinum 7 til 18 ára og þekki því vel inn á börn og næ vel til þeirra í myndatökum. 

Nýburamyndatökur fara fram á heimilinu ykkar og eldri börn er hægt að mynda bæði heima eða utandyra. fermingar-, fjölskyldu- og útskriftarmyndtökur fara fram utandyra.

Ég elska það sem ég geri og vona að þið gerið það líka!

-Íris-