Kartöflumús með blómkáli og mangó
3 kartöflur
1/3 blómkálshöfuð
1/2 vel þroskað mangó.
Kartöflur þvegnar vel, afhýddar og skornar í teninga, blómkálið þvegið vel, rifið í lítil búnt og sett í gufusuðusigti ásamt kartöflunum. Gufusoðið í 15 mínútur eða þar til mjúkt. Mangóið er skorið í bita og maukað saman við kartöflurnar og blómkálið. Þynnt með soðvatni ef þarf og eftir smekk.
Það er líka hægt að nota frosið mangó, en þá þarf að setja bitana í gufusuðusigtið rétt síðustu mínúturnar.
Mundu að það er mikilvægt að venja barnið þitt á að borða mauk með mismuandi áferð þegar það er komið vel á veg með að borða. Börn þurfa að venjast þykkari og meira kekkjóttri áferð bæði til að þjálfa skynfærin og til að koma í veg fyrir matvendni.

