Oobleck – magnað fyrirbæri
Oobleck er hvorki vökvi né í föstu formi, eða er það kannski bæði…erfitt að segja, en það er amk. magnað fyrirbæri! Oobleck er slím sem búið er til úr maísmjöli og vatni, gæti ekki verið einfaldara. Þegar settur er þrýstingur á oobleck-ið hættir það að hreyfast og verður stíft, en þegar þrýstingnum er sleppt lekur það eins og vökvi, t.d. er hægt að taka það upp og hnoða í höndunum en um leið og lófarnir eru opnaðir lekur oobleck-ið eins og vökvi. Fáránlegt dæmi sem allir ættu einhverntímann að prófa Það má sleppa matarlitnum en okkur finnst skemmtilegra að hafa oobleck-ið í fallegum lit. Vissulega litar það hendurnar aðeins en það gerir…
Skinkuhorn
Þessi uppskrift hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa í Danmörku fyrir að verða 20 árum og ég hef bakað hana ótal sinnum. Þessi horn eru alltaf jafn ljúffeng og slá í gegn hvar sem þau eru borin fram. Það má leika sér með fyllinguna að vild, en þetta er sú útgáfa sem er allra vinsælust á mínu heimili. Uppskriftin gefur 40 horn og því tilvalið að setja strax í frystinn og eiga þar til að grípa í, hvort sem það er með kaffinu eða til að nesta börnin Njótið vel! Ef þú prófar þessa uppskrift þá máttu endilega deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram…
Mána sandur
Mána sandur er eitthvað sem börn hafa mjög gaman af að leika með og er frábær skynjunar upplifun. Það er hægt að dunda tímunum saman við að fikta, mylja, þjappa, móta kúlur eða fígúrur, notast við útstungumót til að mót allskyns form, möguleikarnir eru óteljandi. Það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að búa hann til og það besta er að innihaldsefnin eru fá og til á flestum heimilum. Innihaldsefnin eru líka öll ætileg svo mjög ung börn sem eru sí smakkandi á öllu geta líka leikið sér með mána sandinn og það gerir ekkert til þó þau laumi smá í munninn. Það er hægt að hafa mána sandinn hvítan (sandurinn verður alveg hvítur…
Fljótandi “krítar” málning
Mínum börnum finnst gaman að teikna og gera mjög mikið af því og í sumar hafa yngstu tvö börnin, Emil & Ástrós verið dugleg að kríta úti í góða veðrinu. Þessi fljótandi málning hefur slegið algjörlega í gegn hjá þeim og er frábær tilbreyting frá hefðbundnum krítum. Það má skapa ýmis listaverk í öllum regnbogans litum og málningin helst líka upphleypt eftir að henni hefur verið sprautað og þornar þannig. Málningin er fljótgerð og úr örfáum innihaldsefnum sem til eru á flestum heimilium, það helst sem gæti vantað eru sprautubrúsar fyrir málninguna. Ég keypti brúsa í Byggt & Búið fyrir rúmlega 200 kr stk. það eru 2 stærðir í boði og ég…
Blómalengja – einfalt og skemmtilegt föndur
Emil gerir fátt annað en að tína handa mér blóm sem hann svo setur í vatn og raðar um allt hús, en þau deyja auðvitað voða fljótt og það þykir honum alltaf leiðinlegt. Ég ákvað því að prófa að föndra með honum eitthvað sem leyfði blómunum að njóta sín lengur. Úr varð þessi litlríka blómalengja sem við svo hengdum upp í gluggann hans og Ástrósar. Þetta er einfalt og skemmtilegt föndur sem er tilvalið að nýta til að rannsaka náttúruna í kringum sig og læra jafnvel nöfnin á gróðrinum sem þið finnið. Það sem þarf: Blóm og gróður Bókaplast Nál og tvinna Við byrjuðum á að fara í gönguferð og tíndum allskyns litrík…
Einstaklega góðar kúmen brauðbollur
Þessi uppskrift hefur fylgt mér í yfir 20 ár, eða alveg síðan ég keypti mér mína fyrstu matreiðslubók nokkrum mánuðum áður en ég flutti til Danmerkur með kærastanum mínum (eiginmanni í dag) og við byrjuðum að búa. Ég man ennþá eftir því þegar við bökuðum þessar bollur í fyrsta sinn í litla eldhúsinu okkar í Kaupmannahöfn. Síðan þá hafa þessar bollur verið bakaðar ótal sinnum og eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur, börnin öll elska þær líka og finnst þær vera bestu brauðbollur í heimi. Þær eru oft á borðum í afmælisveislum hjá okkur og vekja alltaf jafn mikla lukku. Uppskriftin er upphaflega úr matreiðslubókinni “Ferskt & framandi” sem gefin var út af…
Heimatilbúin málning
Það er gaman að brasa eitthvað með börnunum í sumarfríinu og það þarf alls ekkert að vera flókið eða kostnaðarsamt. Í dag gerðum við smá tilraunir í eldhúsinu með að búa til málningu til að mála á gangstéttina fyrir framan. Eftir 3 tilraunir vorum við búin að finna út úr því hvaða blanda væri best og Emil og Ástrós dunduðu sér heillengi við að mála fyrir framan hús. Þetta er mjög einfalt og fljótgert 2,5 dl maís sterkja 3 dl kalt vatn matarlitur Maís sterkjunni og vatninu er blandað vel saman eða þar til sterkjan hefur verið leyst alveg upp, blöndunni skipt í litlar skálar eða muffins form og svo matarlit blandað út…
Ferðamappa
Þegar við fjölskyldan ferðumst með flugi pakka ég ýmsilegu með í handfarangurinn fyrir börnin til afþreyingar. Ég sá fyrir löngu síðan hugmyndir á Pinterest af ferðamöppum þar sem allt er geymt á einum stað. Ég ákvað að nýta mér þetta áður en við flugum til Spánar um daginn og setti saman möppur fyrir yngstu börnin tvö. Þau höfðu ekki hugmynd um þetta og þegar ég dró möppurnar upp í fluginu vöktu þær vægast sagt mikla lukku og voru notaðar alla leiðina. Ég keypti allt sem ég notaði í möppurnar í Pennanum/Eymundsson en þetta allt fæst eflaust í flestum bókabúðum, svo notaði ég liti, límmiða og annað smálegt sem ég átti heima líka. Þær…
Ferðast með börn
Margir mikla það fyrir sér að ferðast með börn, en í raun er það ekkert mál ef skipulagið og undirbúningurinn er góður. Nú ferðumst við fjölskyldan mikið og ég hef ekki tölu á hversu margar flugferðir við höfum farið í með börnin okkar á öllum aldri og oftar en ekki hafa það verið 8 tíma Ameríkuflug. Mig langar að deila með ykkur nokkrum ráðum sem ég vona að nýtist ykkur. Nesti Nesti á ferðalögum er gríðarlega mikilvægt, því börn sem eru södd eru sælli, það er svo einfalt, það hjálpar líka til við að koma í veg fyrir ferðaveiki. Það er alls ekki alltaf sem börnum líkar það sem á boðstólnum er um…
Kókoskúlur í jólafötum
Ég hef áður deilt með ykkur uppskriftinni minni af kókoskúlum sem eru ótrúlega góðar og auðvelt að gera. Núna ákvað ég að skella þeim í jólafötin og útkoman var algjört æði. 100 g döðlur (Meedjol eru bestar en alveg hægt að nota þurrkaðar líka) 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl 2 msk hreint kakó 1/4 tsk vanilluduft (hrein vanillukorn, ekki vanillusykur) 1 tsk kókosolía 3 msk vatn Frostþurrkuð hindber, möluð nokkuð fínt í matvinnsluvél eða mortéli Best er að nota Medjool döðlur en ef þær eu ekki til er hægt að nota þurrkaðar, bara klippa þær niður í nokkra bita og leggja í bleyti í kalt vatn í 30 mínútur, hella svo…