Mána sandur

Mána sandur er eitthvað sem börn hafa mjög gaman af að leika með og er frábær skynjunar upplifun. Það er hægt að dunda tímunum saman við að fikta, mylja, þjappa, móta kúlur eða fígúrur, notast við útstungumót til að mót allskyns form,  möguleikarnir eru óteljandi.

Það er ótrúlega einfalt og fljótlegt að búa hann til og það besta er að innihaldsefnin eru fá og til á flestum heimilum. Innihaldsefnin eru líka öll ætileg svo mjög ung börn sem eru sí smakkandi á öllu geta líka leikið sér með mána sandinn og það gerir ekkert til þó þau laumi smá í munninn.

Það er hægt að hafa mána sandinn hvítan (sandurinn verður alveg hvítur ef notuð er kókosolía) eða gera hann hvernig sem er á litinn, það má bæta í hann glimmeri (köku glimmeri fyrir þau sem eru enn að smakka) og jafnvel ilmkjarna olíu til að auka enn frekar á önnur skynjunar áhrif (þegar börnin eru hætt að smakka).

Það sem þarf:

4 bollar hveiti
1/2 bolli olía (sólblóma-, repju-, kókos- eða ólívuolíu bara það sem þið eigið til)
Matarlitur (má sleppa)

Byrjið á að setja vatn og matarlit í skál og hrærið fyrst einum bolla af hveitinu út í og blandið mjög vel þannig að þetta verður lituð leðja, (ef nota á glimmer eða ilmkjana olíu þá þarf að bæta því við út í leðjuna),  bætið svo einum bolla af hveiti í einu út í blönduna og hrærið mjög vel saman á milli. Hrærið/hnoðið þar til sandurinn hefur fengið jafna áferð og og lit. Það er smá kúnst að fá matarlitinn til að lita sandinn, en ef þetta er gert svona tekst það mjög vel.

Í fyrsta sinn sem ég gerði þetta setti ég öll hráefnin saman í skál og hrærði, en matarliturinn blandast ekki við olíuna svo hann settist allur í örlitlar kúlur þannig að sandurinn varð eiginlega doppóttur og litaði svo hendurnar þegar byrjað var að leika með sandinn.

Mána sandurinn geymist í loftþéttu íláti svo hægt er að nota hann aftur og aftur. Við geymum okkar í vel lokuðum ziplock poka.

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð❤️

Fljótandi “krítar” málning

 

Mínum börnum finnst gaman að teikna og gera mjög mikið af því og í sumar hafa yngstu tvö börnin, Emil & Ástrós verið dugleg að kríta úti í góða veðrinu. Þessi fljótandi málning hefur slegið algjörlega í gegn hjá þeim og er frábær tilbreyting frá hefðbundnum krítum.  Það má skapa ýmis listaverk í öllum regnbogans litum og málningin helst líka upphleypt eftir að henni hefur verið sprautað og þornar þannig.

Málningin er fljótgerð og úr örfáum innihaldsefnum sem til eru á flestum heimilium, það helst sem gæti vantað eru sprautubrúsar fyrir málninguna. Ég keypti brúsa í Byggt & Búið fyrir rúmlega 200 kr stk. það eru 2 stærðir í boði og ég tók minni stærðina 125 ml, litlar hendur hafa betra vald á þeim.

Það sem þarf:

2 bollar hveiti
2 bollar vatn
3 msk uppþvottalögur
Matarlitir
Sprautubrúsar

Vatni og hveiti er blandað vel saman þar til blandan er kekkjalaus, uppþvottaleginum bætt út í og hrært vel. Blöndunni skipt í litlar skálar og matarlit bætt út í og hrært vel. Hver litur er svo settur í sprautubrúsa og þá hefst fjörið. Það má minnka eða stækka uppskriftina eftir þörfum, en þetta magn passar vel í 6 stk 125 ml brúsa.

Hægt er að skola málninguna af gangstéttinni þegar búið er að leika með hana eða leyfa næstu rigningu að sjá um verkið.

ATH. nota þarf málninguna samdægurs því blandan geymist ekki vel og ef hún er skilin eftir í brúsunum yfir lengri tíma getur myndast þrýstingur og tapparnar fara af.

Ég mæli með að passa að hafa börnin í frekar dökkum fötum þannig ef þau sulla á sig að þá festist matarliturinn síður í fötunum og ekki hafa þau bestu skónum sínum heldur. Hingað til hef ég ekki lent í matarlitur festist í fötunum þeirra en það borgar sig að reyna að forðast að fá hann í ljósan fatnað.

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð ❤️

Blómalengja – einfalt og skemmtilegt föndur

Emil gerir fátt annað en að tína handa mér blóm sem hann svo setur í vatn og raðar um allt hús, en þau deyja auðvitað voða fljótt og það þykir honum alltaf leiðinlegt. Ég ákvað því að prófa að föndra með honum eitthvað sem leyfði blómunum að njóta sín lengur. Úr varð þessi litlríka blómalengja sem við svo hengdum upp í gluggann hans og Ástrósar.

Þetta er einfalt og skemmtilegt föndur sem er tilvalið að nýta til að rannsaka náttúruna í kringum sig og læra jafnvel nöfnin á gróðrinum sem þið finnið.

Það sem þarf:
Blóm og gróður
Bókaplast
Nál og tvinna

Við byrjuðum á að fara í gönguferð og tíndum allskyns litrík blóm og gróður sem við fundum, flokkuðum þau svo þegar heim var komið eftir tegundum og litum.

Á bókaplast tússaði ég meðfram krukkuloki til að búa til mót fyrir blómin. Emil raðaði svo blómum og gróðri í hringina eftir eigin höfði og ég setti svo bókaplast yfir til að loka. Það þarf að þrýsta öllu þétt saman til að reyna að losna við sem mest loft.

Við klipptum svo út hringina og þræddum þá upp á hvítan tvinna og hengdum upp í gluggann.

Emil kallar þetta draumafangara og tilkynnti mér strax morgunin eftir að hann hefði dreymt mjög fallegan draum þá nóttina allt þessum draumafangara að þakka.

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð ❤️

Heimatilbúin málning

Það er gaman að brasa eitthvað með börnunum í sumarfríinu og það þarf alls ekkert að vera flókið eða kostnaðarsamt. Í dag gerðum við smá tilraunir í eldhúsinu með að búa til málningu til að mála á gangstéttina fyrir framan. Eftir 3 tilraunir vorum við búin að finna út úr því hvaða blanda væri best og Emil og Ástrós dunduðu sér heillengi við að mála fyrir framan hús.

Þetta er mjög einfalt og fljótgert

2,5 dl maís sterkja
3 dl kalt vatn
matarlitur

Maís sterkjunni og vatninu er blandað vel saman eða þar til sterkjan hefur verið leyst alveg upp, blöndunni skipt í litlar skálar eða muffins form og svo matarlit blandað út í og hrært vel, þá er þetta tilbúið.

Það kom best út að setja þetta bara í hrærivélina og leyfa þessu að blandast vel í nokkrar mínútur, en auðvitað hægt að gera þetta í höndum líka. Þegar þetta er tilbúið sest sterkjan á botnin hægt og rólega en því lengur sem er hrært  því minna sest þetta til og málningin heldur sér í lengri tíma.

Ég prófaði líka að nota kartöflumjöl og það virkaði svo sem alveg en mjölið sest mikið fyrr á botninn en með maís sterkju. Þegar þetta byrjar að setjast til þá er bara að hræra uppí með penslinum, ekkert mál.


Ég passaði að hafa þau í frekar dökkum fötum þannig að ef þau sulla á sig að þá fesist matarliturinn síður í og hafði þau ekki bestu skónum sínum heldur. Hingað til hef ég ekki lent í veseni með matarlit en það sakar ekkert að forðast að fá hann í ljósan fatnað.

Þeim fannst þetta svo gaman að við blönduðum aftur málningu svo þau gætu farið út að mála fyrir mat.

Restina af málningunni tóku þau svo með sér í sturtu og máluðu flísar bæði á veggjum og gólfi, við erum með hvítar flísar og hvítar fúgur og þetta skolaðist allt af án vandræða, en ég mæli samt alveg með að fara varlega og gera prufu hvort ykkar flísar og fúga þola matarlit.

Ef þú prófar þetta með þínum börnum þætti mér ótrúlega vænt um ef þú myndir deila því með mér, með því að taka mynd og deila á Instagram með #infantiais, merkja myndina með @infantia.is eða einfaldlega senda mér skilaboð ❤️